Nokia 6030 - Margmiðlunarskilaboð (MMS) (sérþjónusta)

background image

Margmiðlunarskilaboð (MMS) (sérþjónusta)

Til athugunar: Aðeins tæki með samhæfar aðgerðir geta tekið á móti og birt margmiðlunarskilaboð. Útlit
skilaboða getur verið breytilegt eftir móttökutækinu.

Þráðlausa símkerfið kann að takmarka stærð MMS-skilaboða. Ef myndin sem bætt er inn fer yfir þessi mörk getur tækið
minnkað hana þannig að hægt sé að senda hana með MMS.

Margmiðlunarskilaboð geta innihaldið texta, hljóð og mynd. Síminn styður margmiðlunarboð sem eru allt að
100 kB að stærð. Ef boðin innihalda mynd lagar síminn stærð hennar að skjánum.

Ekki er hægt að taka við margmiðlunarskilaboðum ef símtal, leikur eða Java-forrit er í gangi. Af ýmsum
ástæðum getur mistekist að koma margmiðlunarboðum til skila og því skal ekki treysta eingöngu á þau fyrir
mikilvæg samskipti.