
Stillingar fyrir aukahluti
Þessi valmynd sést aðeins ef síminn er eða hefur verið tengdur við samhæfan aukahlut.
Veldu
Valmynd
>
Stillingar
>
Stillingar fyrir aukahluti
. Hægt er að velja aukahlutavalmynd ef viðkomandi
aukahlutur er eða hefur verið tengdur við símann. Það hvort eftirfarandi valkostir eru í boði fer eftir
aukahlutnum:
•
Sjálfvalið notandasnið
til að velja sniðið sem verður sjálfkrafa virkt þegar aukahluturinn er tengdur við
símann. Hægt er að velja annað snið þegar aukahluturinn er tengdur.
•
Sjálfvirkt svar
til að láta símann svara símtali sjálfkrafa eftir 5 sekúndur. Ef
Velja hringingu
er stillt á
Eitt
hljóðmerki
eða
Slökkt
er slökkt á sjálfvirku svöruninni.
•
Kveikjuskynjari
>
Virkur
til að slökkva sjálfkrafa á símanum um 20 sekúndum eftir að slökkt hefur verið á
bílnum þegar hann er tengdur við bílbúnað.