Stafræn undirskrift
Þú getur búið til stafræna undirskrift með símanum ef SIM-kortið er með öryggiseiningu. Undirskriftina má
rekja til notandans um einkalykilinn í öryggiseiningunni og því notandavottorði sem var notað þegar
undirskriftin var gerð. Rafræn undirskrift getur jafngilt því að skrifa undir reikning, samning eða annað
pappírsskjal.
61
Copyright
© 2006 Nokia. All rights reserved.
Til að nota rafræna undirskrift velurðu tengil á síðu, t.d. titil bókar sem þú vilt kaupa ásamt verði hennar.
Textinn sem skrifa á undir (hugsanlega upphæð, dagsetning, o.s.frv.) birtist.
Athugaðu hvort texti haussins sé
Lesa
og að táknið fyrir stafræna undirskrift
birtist.
Til athugunar: Ef teiknið fyrir rafræna undirskrift birtist ekki hefur öryggi brugðist og ekki ætti að færa
inn neinar persónulegar upplýsingar, eins og t.d. PIN-undirskrift.
Lestu allan textann og veldu svo
Undirrita
.
Hugsanlega kemst textinn ekki fyrir á einum skjá. Gættu þess að skruna gegnum hann allan og lesa hann áður
en hann er undirritaður.
Valið er notandavottorðið sem á að nota. Færðu inn PIN undirskriftina (sja
Almennar upplýsingar, 12
) og veldu
Í lagi
. Þá hverfur teiknið fyrir rafræna undirskrift og þjónustan birtir ef til vill staðfestingu á innkaupunum.